Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. sep. 2006
Ugly lies
Þann 23. júlí 2005 gaf vinkona min mér bók (dagsetningin stendur inni í bókinni). Hún heitir The art of kissing. Ég geri ráð fyrir að þetta sé kennslubók fyrir karlmenn, þar sem í henni má finna kaflana How to approach a girl og How to kiss girls with different sizes of mouths. Allavega þykir mér ólíklegt að einhver hafi fengið lesbíska bók útgefna árið 1936.

Tell her she is beautiful! Then, take a deep sniff of the perfume in her hair and comment on it. Tell her that the odor is like "heady wine". Tell her that her hair smells like a garden of roses. Tell her anything, but be sure to tell her something complimentary.

All women like to be flattered. They like to be told they are beautiful even when the mirror throws the lie back in their ugly faces.


Inni í bókinni skrifaði vinkonan líka: Vona að þú lærir nú eitthvað. Það verður próf!

Enn hef ég ekki farið í þetta próf, enda væri það hálf tilgangslaust. Ef við myndum nú kyssast og hún kæmist að þeirri niðurstöðu að ég væri frábær kyssari, þá gæti hún engan veginn haldið því fram að það væri þessari frábæru bók að þakka því hún kyssti mig ekki áður en ég las bókina og hefur þannig engan samanburð.
posted by ErlaHlyns @ 17:54  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER