23. sep. 2006 |
Ammæli |
Vegna afmælis míns næsta mánudag bauð ég helstu vinum að borða með mér á Vegamótum í gær. Gifta konan þurfti að afboða vegna barnamála. Við sex sem eftir sátum uppgötvuðum áhugaverða staðreynd - við erum öll einhleyp og barnlaus. Konur og karlar, gagn-, sam- og tvíkynhneigð, á aldrinum 26 - 39. Já, þannig eru vinir mínir.
Almennt er ég frekar einhæf í gjöfum. Í gegn um tíðina hef ég oftast gefið aðra tveggja bóka í afmælis- og jólagjöf: Alkemistann eða Orðabók andskotans. Ég held mikið upp á þær báðar en hef sjálf aldrei átt eintök - fyrr en nú. Í fyrirfram afmælisgjöf frá Míu fékk ég Alkemistann, en ég gaf henni einmitt eintak fyrir nokkru. Vinir mínir eiga það líka flestir sameiginlegt að hafa fengið frá mér aðrahvora þessara bóka, ef ekki báðar.
Annars hló ég svo mikið í gær að mér varð illt í maganum. Palli stóð sig afar vel sem sitting comedian þegar hann sagði hrakfallasögur af sjálfum sér. Ein vinkonan (sem er ekki með bloggsíðu) fór að efast um að allt þetta hefði getað gerst fyrir sama manninn en ég gat vottað að þetta væri heilagur sannleikur. Einnig bætti ég um betur og sagði henni söguna af Palla og sykurpúðunum. Hann var úti í búð þegar hann sá poka með hvítum, bleikum og bláum marshmallows og lét eftir sér að kaupa einn. Heima kom hann sér makindalega fyrir og opnaði pokann, stakk sykurpúða upp í sig og.... komst að því að þetta var bómull. |
posted by ErlaHlyns @ 17:53 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|