Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. sep. 2006
Frú Forseti
Í gegn um tíðina hef ég átt vini fyrir mismunandi tækifæri. Þessi setning hljómar afar illa en ég ætla að láta hana standa. Þegar ég var lítil átti ég stelpuvini og strákavini. Með stelpunum fór ég í barbí og póní. Með strákunum fór ég í He-Man og lék mér með matchbox bíla. Einu sumrinu eyddi ég í sveit með tveimur strákum. Við lékum okkur í löggu og bófa og notuðum kindakjamma sem byssur.

Á unglingsárunum átti ég einnig ólíka vini. Með einni vinkonunni las ég ensk stelpublöð og bakaði. Með annarri betlaði ég klink á Lækjartorgi og eyddi í sígarettur og spilakassa með kappakstursleikjum.

Ég fór að rifja upp æsku mína þegar ég las um stúlkur sem settu upp söngleikinn Hórur þegar þær voru litlar. Allt í einu mundi ég eftir nokkru ansi skrýtnu sem ég gerði með vinkonu minni þegar ég var um 10 ára gömul.

Við stunduðum það að fara í hlutverkaleik á hótelinu sem mamma mín rak. Alltaf var sami grunnur en nýr söguþráður í hvert skipti. Þemað var: Vigdís Finnbogadóttir að hitta leyndan ástmann sinn á hótelherbergi.

Fyllsta velsæmis var gætt. Vigdís er auðvitað dama.
posted by ErlaHlyns @ 17:28  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER