Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. sep. 2006
Hetjan mín
Voffinn minn, hann Dexter, passar heimilið vel. Einhverja nóttina vaknaði ég við að hann er á ganginum að urra. Ég rís á fætur og næstum hleyp fram en sé ekkert. Í myrkrinu greini ég síðan útlínur Bangsa kisustráks og verð afar hissa á því að hundurinn sé að urra á hann. Þegar nætursjónin tekur við sér sé ég hinsvegar að kisi er með fugl í kjaftinum, og á hraðleið aftur út með hann. Duglegur voffi!

Í dag stóð ég við eldhúsvaskinn þegar Dexter byrjar skyndilega að urra og virðist horfa á eitthvað sem ég ekki sé. Við nánari athugun sá ég að það var geitungur í glugganum og gekk í málið.

Það var ansi fyndið að sjá þennan 15 kílóa hund urra á ponsulitla flugu. Eiginlega fannst mér það fyndnara en að sjá fullorðið fólk hlaupa undan samskonar flugum enda hefur það verið daglegt brauð að undanförnu.
posted by ErlaHlyns @ 01:44  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER