27. sep. 2006 |
Hið fullkomna stefnumót |
Mig hefur langað ógurlega mikið í Kókópöffs síðan auglýsingarnar fóru að birtast. Um daginn dreymdi mig meira að segja að ég væri að borða Kókópöffs. Ég bara þori varla að kaupa mér pakka því ég myndi örugglega borða þessar kakókúlur í öll mál þar til þær væru búnar. Ég og Sjálfsstjórn erum nefnilega alls engar góðvinkonur, bara rétt svona málkunnugar.
Mér var því að detta í hug að bjóða einhverjum í heimsókn til að borða með mér Kókópöffs. Þetta væri hægt að gera að kvöldi til yfir góðu spjalli, og ef ég byði nú einhverjum hottí yfir gæti hann gist og við svo borðað afganginn í morgunmat. Hver stæðist svona heimboð? |
posted by ErlaHlyns @ 17:36 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|