Hugleiðingar konu v. 6.0
 
28. sep. 2006
Letingjapakk
Mágkonan kom niður í bæ til mín í dag og nýttum við góða veðrið til að fara út að labba með strákana okkar. Ég á það til að mismæla mig allsvakalega og áður en við lögðum af stað spurði ég hana, grafalvarleg: ,,Ætlarðu nokkuð í þessa úlpu? Þú deyrð örugglega úr hlátri."

Ég hefði þó sannarlega þurft á svona hláturúlpu að halda í göngutúrnum, svo pirruð var ég á þessu pakki sem ekki kann að leggja í bílastæði. Það er nógu erfitt að labba um bæinn með tvöfaldan barnavagn svo ekki bætist við bílar uppi á gangstétt. Vegna þessa þurftum við að fara fjórum sinnum út á götu með vagn og hund, og stofna öllum í stórhættu.
posted by ErlaHlyns @ 18:25  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER