Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. okt. 2006
Niður á bringu
Í kvöld hitti ég mann sem ég þekki lítillega. Hann mætti á staðinn með skyrtuna helst til flegna og ég var næstum búin að segja við hann: Þú hefur gleymt að hneppa einni tölu, þegar ég fór að velta fyrir mér hvort þetta væri kannski með vilja gert. Kannski var hann að reyna (án árangurs) að vera svalur og myndi bara verða sár ef ég segði þetta við hann. Aldrei myndi ég segja við konu: Þú hefur víst gleymt að fara í annan bol innan undir þennan flegna.

Þá fimm tíma sem hann eyddi í næsta nágrenni mínu var hann með hneppt niður á bringu og alla þessa fimm tíma velti ég fyrir mér hvort þetta væri viljandi eða óvart.
posted by ErlaHlyns @ 02:09  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER