Hugleiðingar konu v. 6.0
 
18. des. 2006
Húsreglur
Hér að neðan eru þær húsreglur sem má lesa á vefsíðu Byrgisins. Mér finnst þær svo óheyrilega fáránlegar og illa orðaðar að ég hreinlega efast um að þetta geti verið rétt. Helst dettur mér í hug að einhver hafi hakkað síðuna. Væri ríkið virkilega að styrkja félag sem setur svona bjánalegar reglur á netið?

1.
Öll neysla áfengis og lyfja er bönnuð í Byrginu vegna þess að þau eyðileggja persónu manns.
Ef þú ert ekki sammála þessu og ætlar að hefja neyslu á ný, þá ertu búinn að vísa þér á dyr.

2.
Starfsmenn eru oft þreyttir eftir að hafa þjónað daglangt, þú ættir því ekki að ónáða þá á frítíma og halda þig frá híbýlum þeirra til að þeir hvílist. Bee ware of the Dogs.!

3.
Þrifnaður sé í hávegum hafður. Steypibað er kl. 7:30, búðu um rúmið og hafðu herbergið ávallt þrifalegt.

4.
Gakktu út í nýjan dag snyrtileg /ur og brosandi, sýndu öðrum virðingu, taktu þátt í húsþrifum og dagskrá Byrgisins. Gerðu öðrum dvölina hér ánægjulega, forðastu baktal og meinlegar aðfinnslur.
Mundu! vinnuaðlögun er hluti meðferðar og er alla virka daga frá klukkan 15:00 til 17:45.

5.
Vertu ávallt glöð/glaður og þakklát /ur og greiddu kr. 50.000.- þús. í byrjun hvers mánaðar fyrir húsaskjól, mat, lyf, kennslugögn, hita og rafmagn. Sjáið þið blessunina?

6.
Við erum hér systkini í Kristi og berum því virðingu fyrir hvort öðru. Systir hér er bróðir þinn, bróðir hér er systir þín, Dragi þau sig saman til kynlífsathafna, fá þau frá hvort öðru rautt spjald, sem þýðir "Úr leik'' og víkja frá Byrginu strax. ( Phorno dogs.)

7.
Bjóddu vinum og ættingjum í heimsókn á sunnudögum frá kl. 14:00 láttu þá vita að gestir verði að fara frá Byrginu Ljósafossi kl. 17:00, en eru velkomnir aftur næsta sunnudag. Þú verður að tilkynna á skrifstofu allar heimsóknir til þín fyrir kl. 16:00 fimmtudeginum á undan.

8.
Ekki gera skólalóð Ljósafossskóla að þinni, þangað er bannað að fara til boltaleikja. Einnig er golfvöllurinn ekki þinn né Byrgisins. Enginn samningur er við sveitina né golfklúbbinn um afnot af vellinum.

9.
Það er þér fyrir bestu að fá ekki bæjarleyfi á fyrsta mánuði, en á öðrum, þriðja og fjórða mánuði eru veitt fjögur leyfi á mánuð, tvö til læknis og tvö til skyldfólks, sem staðfesta leyfið. Byrgisfólk er þekkt fyrir að mæta stundvíslega í dagskrárliði án undantekninga.Vinur! Mættu fimm mínútum fyrir dagskrárlið.

10.
Temdu þér að leika eingöngu kristilega tónlist á herbergjum Byrgisins á Ljósafossi. Þú skalt forðast háreysti á herbergjum. Sjónvörp, Tv, Dvd og video eru bönnuð á herbergjum vistmanna.

11.
Þú ættir aldrei að fara frá Byrginu Ljósafossi án vitundar svæðisstjóra, heldur biðja um leyfi, þið sem búið hér, látið vita af ferðum ykkar. A.T.H. lyklar af hliði og herbergjum eru sigrar, traust.

12.
Þú ættir að vera kominn í frið og ró kl 23:30 virka daga og kl. 02:00 um helgar og njóta hvíldar.

13.
Hér í Byrginu Ljósafossi er gott að æfa og styrkja vöðva sína með göngum og skokki. Ekki æfa þig á húsgögnum í herberginu t.d. fara með þau í önnur herbergi til að skipta. Tilflutningur húsgagna er ekki leyfður, ekki fylla herbergið af persónulegu munum sértu hér í 3 mánuði eða skemur.
Persónulegir munir sem skildir eru eftir ber Byrgið enga ábyrgð á. Eftir 30 daga áskilur Byrgið sér allan rétt til að ráðstafa þeim eða henda.

Mundu að þú ert öðrum mikilvægur. Gleðjumst því og færum Guði þakkir og alla dýrð.
posted by ErlaHlyns @ 11:36  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER