Hugleiðingar konu v. 6.0
 
9. des. 2006
Hvar Davíð keypti ölið
Í Fréttablaðinu í gær birtist pistill eftir Hannes Hólmstein þar sem hann reifar meint rök fyrir þvi að léttir áfengisdrykki ættu að vera seldir í matvörubúðum. Nú er ég þessu fylgjandi en rökleysa Hannesar kemur mér á óvart.

Áfengisböl er vissulega til, en það hlýst ekki af bjór og léttu víni, heldur sterkum drykkjum.

Þarna er kannski komin hugmynd að næstu ævisögu Hannesar, nema þríleikurinn hafi þegar verið ritaður. Fyrst að hugmyndir hans um ríkustu þjóð í heimi hafa ekki gengið eftir sér hann þarna kannski sóknarfæri á að búa til bestu drykkjumenningu í heimi, með því einu að uppræta neyslu sterkra drykkja.

Hannes er kannski haldin sömu ranghugmyndum og þeir sem drekka frá sér fjölskyldu og vinnu en halda statt og stöðugt fram: Ég er ekki alkóhólisti. Ég drekk alltaf bara dýrt rauðvín.
posted by ErlaHlyns @ 15:28  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER