Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. nóv. 2006
Jafnari en aðrir
Þar sem ég sit nú uppi í Þjóðarbókhlöðu fannst mér það skylda mín að horfa á myndskeið sem tekið var þar í dag þegar ég sá að slíkt var í boði á forsíðu mbl.is Þegar ég smellti á fréttina kom þó fyrst upp auglýsing frá heimsvaldasinnunum í KB-banka en ég lét það lítið á mig fá.

Ég hlustaði síðan á fréttamann hvísla að nemendum, enda ekki ætlast til þess að fólk sé að spjalla á lessvæðinu. Hvíslaði hann spyrjandi að lögfræðinemanum hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki farið í auðveldara nám, t.d. í stjórnmálafræði, en neminn hafði vit fyrir fréttamanni og sagði það ekkert endilega auðveldara.
Er þetta ekki spurning um áhugasvið?

Eftir að hafa hvíslað að nokkrum öðrum óbreyttum nemendum ræddi fréttamaður ,,fullum hálsi" við hina þjóðkunnu leikkonu Eddu Björgvinsdóttur, sem þarna var stödd til að læra, og svaraði hún spurningum hans án þess að lækka rödd sína. Þó voru þau stödd á sama lessvæði og ég nú, lessvæði sem er vel veggfóðrað með orðunum: Höfum hljótt. Tökum tillit til annarra safngesta.
posted by ErlaHlyns @ 18:26  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER