20. nóv. 2006 |
Alvöru Börn |
Eftir litlar vangaveltur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Mýrin sé ofmetnasta kvikmynd Íslandssögunnar. Hún er mest sótta mynd ársins og fékk í gær fjögur af þeim fimm Edduverðlaunum sem hún var nefnd til. Nánast allir sem ég hef rætt við finnst hún frábær.
Ég er ein af þeim fjölmörgu sem lásu bók Arnalds og varð ég fyrir miklum vonbrigðum með myndina, eins og alltaf þegar ég hef lesið bækurnar sem þær eru byggðar á. Ég veit að ég þarf að fara að leggja þessum ósið og láta bara gott heita eftir lesturinn en stundum finnst konu hún verða að sjá hitt og gera þetta til að vera samræðuhæf fínum kokteilboðum.
Í stuttu máli fannst mér Mýrin ekki vita hvernig hún ætti að vera. Var hún spennumynd, gamanmynd, hryllingur eða drama? Mér fannst hún eins og óöruggi unglingurinn á skólaballinu sem reynir að höfða til allra í stað þess að vera hann sjálfur.
Að mínu mati eru aðalverðlaun kvikmyndahátíða alltaf þau sem veitt eru fyrir besta handritið. Það var því vel við hæfi að aðalmyndin fengi þau.
Börn eru alvöru. |
posted by ErlaHlyns @ 15:51 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|