Hugleiðingar konu v. 6.0
 
14. nóv. 2006
Feðradagurinn
Nýlega tjáði Gísli Hrafn Atlason sig af mikilli þekkingu um fléttulista. Hann bætti síðan við að hann væri nú ekki alveg nógu fær í að flétta hár dóttur sinnar. Vonandi hefur hann fengið fregnir af þessu námskeiði í tæka tíð.

Annar kunningi minn á 4ra ára dóttur. Þegar hann kemur með hana á leikskólann á morgnana taka fóstrurnar stundum flissandi á móti þeim og segja við stúlkuna: Var pabbi þinn að reyna að greiða þér í morgun? Hann skellti sér auðvitað á námskeiðið og nú eiga fóstrnar eflaust eftir að gapa af undrun yfir hæfileikum hans á hárgreiðslusviðinu.
posted by ErlaHlyns @ 10:50  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER