9. nóv. 2006 |
Að telja dagana |
Nú hafa nokkrir slökkviliðsmenn tekið sig saman og setið fyrir, berir að ofan, vegna dagatals. Sala þess er hugsuð sem fjáröflun þannig að fyrirsæturnar geti farið til útlanda á íþróttamót. Að því er mér skilst er dagatalið aðeins til sölu í kvenfataversluninni Zik Zak. Auðvitað geri ég ráð fyrir að þeir vanmeti greind íslenskra kvenna.
Sjálf myndi ég aldrei hengja slíkt uppi á vegg hjá mér. Reyndar myndi ég gera undantekningu ef samstarfsmaður minn hengdi upp fáklæddar konur á vinnustað okkar, eins og mér skilst að tíðkist einhversstaðar enn. Já, þá myndi ég hlaupa til og veggfóðra eins og einn vegg með karlkyns strípalingum. Síðan myndi ég telja mínúturnar þar til mér yrði skipað að taka myndirnar niður.
Á síðasta Hitti Femínistafélagsins hlýddi ég á Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur, MA í kynlífs- og kynjafræði. Hún sagði okkur meðal annars frá því þegar ákveðið var að breyta örlítið til í Rauða Hverfinu í Amsterdam. Í stað þess að hafa aðeins vændiskonur í gluggunum var einn karlmaður settur upp til sýnis. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og mótmæltu íbúar borgarinnar harðlega. Þetta þótti engan veginn viðeigandi og var karlmaðurinn fjarlægður innan nokkurra klukkustunda. |
posted by ErlaHlyns @ 23:33 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|