Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. nóv. 2006
Björgunarsveitarkona
Fyrir nokkru birtist í öðru fríblaðanna viðtal við fyrrum skólasystur mína; sálfræðinginn og kjarnakonuna Sóleyju Jökulrós. Með pistlinum fylgdi mynd af henni á skipsstafni, íklæddri heilgalla sem leit út fyrir að þola kjarnorkuárás. Sóley er nefnilega í björgunarsveit.

Flestir kannast líklega við að hafa fengið frá vinum spurningalista þar sem maður afhjúpar ýmislegt um sjálfan sig og sendir síðan áfram. Ein spurninganna sem ég hef svarað er: Óveður - hræðsla eða spenna?

Fyrr í dag deildi vinkona mín því með mér að hún yrði iðulega óttaslegin þegar illa viðraði og vildi helst halda sig heima. Ég verð hinsvegar spennt við slíkar aðstæður og bölva því í hljóði að hafa ekki gengið í björgunarsveit. Þannig hefði ég afsökun til að vera úti þegar öllum er sagt að vera inni.

Hef ég minnst á að ég er þverhaus?

Þessar línur eru skrifaðar á laugardagskvöldi, rétt um hálf tíu. Ég sit hér niðri í Odda og er ekki frá því að ég sé ein í húsinu. Mér finnst eins og ég geti látið alveg eins og heima hjá mér.
posted by ErlaHlyns @ 19:22  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER