27. okt. 2006 |
Klædd eftir veðri |
Ég hafði mælt mér mót við mann í morgun. Þegar ég leit út og sá þessa ausandi rigningu ákvað ég auðvitað að fara í Don´t-look-now-regnkápuna mína. Er ég klæddi mig í hana mundi ég að maðurinn sem ég var að fara að hitta er með regnfatafetish. Engu að síður mætti ég á staðinn í kápunni (sem hann hrósaði mér fyrir) en mér leið eins og hálfgerðum bjána, svona eins og ég væri að mæta með ljósa hárkollu til manns sem er heitur fyrir ljóskum. |
posted by ErlaHlyns @ 11:05 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|