Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. okt. 2006
Klædd eftir veðri
Ég hafði mælt mér mót við mann í morgun. Þegar ég leit út og sá þessa ausandi rigningu ákvað ég auðvitað að fara í Don´t-look-now-regnkápuna mína. Er ég klæddi mig í hana mundi ég að maðurinn sem ég var að fara að hitta er með regnfatafetish. Engu að síður mætti ég á staðinn í kápunni (sem hann hrósaði mér fyrir) en mér leið eins og hálfgerðum bjána, svona eins og ég væri að mæta með ljósa hárkollu til manns sem er heitur fyrir ljóskum.
posted by ErlaHlyns @ 11:05  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER