Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. okt. 2006
Hver er dómarinn?
Mikið er nú rætt um ábyrgð fjölmiðla í tengslum við Ívar, aka Dr Mister.
Móðir hans segir að hverjum ætti að vera ljóst að hann sé virkur fíkill sem ekki sé í tengslum við raunveruleikann og því ekki sæmandi að birta viðtöl við hann.

Nú hefur það verið mál manna að Leoncie gangi ekki heil til skógar en hún var um tíma vinsæl í fjölmiðlum. Ástþór Magnússon hefur einnig vakið athygli fyrir ankannalegar hugmyndir. Ætti hann að vera í fjölmiðlabanni? Og segjum að ég efist stórlega um geðheilsu Árna Johnsen og telji hann í það minnsta siðblindan með meiru. Á að útiloka hann líka?
posted by ErlaHlyns @ 13:33  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER