18. okt. 2006 |
Gaman að kynnast þér! |
Í kvöld lenti ég í þeim óvenjulegu aðstæðum að sitja á kaffihúsi með fullt af ókunnugu fólki.
Maður ská á móti mér hóf skyndilega upp raust sína og nánast hrópaði: ,,Til hamingju með daginn!" ,,Hvað gerðist eiginlega 17. október?", hugsaði ég. Aðrir orðuðu þessar hugsanir mínar og svarið barst brátt; í dag hófust hvalveiðar á ný.
Flestir virtust afar sáttir við þessa staðreynd, allavega tjáði sig enginn um óánægju sína. Ég sat á mér þar sem ég var að reyna að koma vel fyrir. Ekki leið á löngu þar til fólk fór að ræða hvalkjöt og aðferðir við matreiðslu. Þegar maðurinn á móti mér fór að segja mér prívat og persónulega frá hvað það væri gott að grilla hvalinn og pipra hann gat ég ekki þagað lengur. ,,Mér finnst hvalkjöt ógeðslegt" ,,Nú?", sagði maðurinn hissa. ,,Já! Ég hef aldrei smakkað það en mér finnst það viðbjóður og ég myndi aldrei borða það".
Já, ég heiti Erla - betur þekkt sem skemmtilegi borðfélaginn. |
posted by ErlaHlyns @ 01:51 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|