Hugleiðingar konu v. 6.0
 
12. okt. 2006
Hann ákvað það alveg sjálfur
Jón hélt konunni fanginni á heimili sínu í Grafarvoginum frá fimm að næturlagi til hádegis næsta dag. Á þeim tíma nauðgaði Jón konunni þrívegis og misþyrmdi henni allan tímann. Auk nauðgunar og frelsissviptingar var hann fundinn sekur um að hafa skellt andliti konunnar í gólfið og dregið hana á hárinu um íbúðina. Þá er hann dæmdur fyrir að hafa reynt að kæfa hana með kodda.
- Blaðið, 2.sept, bls 2

Með fréttinni fylgja síðan þær upplýsingar að maðurinn eigi sér engar málsbætur. Ja, hérna. Ég sem var viss um að hún hefði ,,reitt hann til reiði" og ,,gæti sjálfri sér um kennt". Nei?

Annars finnst mér merkilegt að þessi frétt er á síðu 2 en á forsíðunni er frétt af konu sem var nauðgað (,,hrottalega" - þarf að taka það fram? andstæðan við ,,blíðlega"?) af tveimur ókunnugum mönnum í miðbæ Reykjavíkur.

Ef við lítum á tölfræðina þá eru yfirgnæfandi meiri líkur á að þér verði nauðgað af vini eða kunningja heldur en einhverjum ókunnugum. Samt eru allir hræddir við nauðgarann sem stekkur fram úr rjóðrinu. Það eru nefnilega þær nauðganir sem fá mesta fréttaumfjöllun. Fólki er hætt við að halda að fjölmiðlar endurspegli samfélagið og telja því að ókunnugir árásarmenn leynist á hverju götuhorni. Það er leiðinlegt að segja það en rökréttara væri að óttast ,,vini" sína.

Annað sem vakti athygli mína er að í fyrirsögn á forsíðu er fullyrt að konunni hafi verið nauðgað þó árásarmenn séu ófundnir og þeir því enn saklausir samkvæmt lögunum. Fréttir af nauðgunum hljóða yfirleitt upp á að ,,meint nauðgun" hafi ,,mögulega" átt sér stað. Nú er ég ekki að gagnrýna þessa fyrirsögn, einungis að benda á þetta er nýmæli.
posted by ErlaHlyns @ 14:56  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER