Hugleiðingar konu v. 6.0
 
6. okt. 2006
Sérviskupúkar
Mía tjáði sig nýlega um sérvisku sína. Í kjölfarið fóru aðrir að segja frá eigin sérþörfum. Ég var nokkuð viss um að ég væri ansi sérvitur en mundi einhvern veginn eftir neinu. Manni finnst auðvitað eigin athafnir alltaf þær eðlilegustu. Mía hressti síðan upp á raunveruleikaskyn mitt, sagði mig aldrei geta setið með tómt glas og að ég drykki alltaf kalt kaffi.

Kaffið drekk ég reyndar volgt, að minu mati, en aðrir kalla það kalt og horfa á mig með undrunarsvip þegar þeir sjá mig í fyrsta skipti hella mjólk í kaffi. Raunar drekk ég eðalkaffið úr fínu könnunni óvenju heitt, á minn mælikvarða.

Varðandi tómu drykkjarílátin þá er þetta hárrétt. Ef ég er að drekka eitthvað má glasið aldrei tæmast ef ég ætla að halda áfram að drekka á annað borð, hvort sem um er að ræða vatn, kaffi eða bjór. Ég bæti í eða fylli áður en drykkurinn klárast.

Hver er þín sérviska?
posted by ErlaHlyns @ 16:48  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER