5. okt. 2006 |
Tvístígandi |
Ég man þegar Eyju langaði að drepa mann og annan vegna krots í bókasafnsbók. Nú hefur runnið á mig morðæði vegna undirstrikana í Bókhlöðubókinni The Beauty Myth eftir Naomi Wolf. Einhver dóninn hefur dundað sér við að krota í bókina þá og ég verð óendalega pirruð við lesturinn.
Mér finnst undirstrikanirnar beina mér á þær línur sem ég á að lesa sérstaklega vel en þar sem ég vil ekki láta beina mér eitt né neitt hættir mér, í þrjósku minni, til að lesa undirstrikuðu línurnar bara alls ekki. Síðan hugsa ég að líklega sé nú betra að gera það samt, bara til öryggis. En þá finnst mér ég vera að láta undan, sem er ekki gott.
Ruglandi? |
posted by ErlaHlyns @ 02:03 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|