8. okt. 2006 |
Með bros á vör |
Nýjasta tölublað Kynjakatta fer í prentun í fyrramálið. Ég hvet ykkur öll til að fara á sýninguna næstu helgi og nálgast þetta frábæra blað. Ég vann fyrir það tvær greinar, aðra um sorgarferli í kjölfar þess að missa gæludýr og hina um hvernig lesa má í líkamsstöðu katta.
Og skrifandi um líkamstjáningu. Áðan hitti ég hund með afsagað skott. Ég angaði auðvitað af hundalykt og hann þefaði af hverjum fersentimetra fata minna. Dindillinn, eins og ég kýs að kalla hann, sveiflaðist klaufalega en þó nógu mikið til að ég vissi að hann var glaður að sjá mig. Mér finnst algjör synd að taka rófuna af hundum. Þeir tjá sig með henni eins og við tjáum okkur með andlitinu. Hugsaðu þér hvað það væri leiðinlegt að tala við fólk sem hefði verið svipt þeim eiginleika að geta brosað. |
posted by ErlaHlyns @ 16:08 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|