11. okt. 2006 |
Endalokin nálgast |
Um daginn var ég að óskapast yfir því hvað ég ætti gamla tölvu. Félagi minn tók undir að slíkt væri hræðilegt og fræddi mig um að sín væri alveg orðin tveggja ára. Ég sagði honum að ég hefði keypt mína fyrir sjö árum.
En hún fer nú brátt að gefa upp öndina. Hljóðið í henni minnir mig helst á lítinn vélbát. Vini mínum fannst hún þó hljóma meira eins og þvottavél. |
posted by ErlaHlyns @ 01:57 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|