16. okt. 2006 |
Því miður, ekki nógu efnuð! |
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag (mánudag) má lesa að slökkviliðið bjargaði nýlega páfagauki úr tré. Auðvitað er gott og blessað að bjarga aumingja fuglinum en ég velti fyrir mér hvort eigendurnir hefðu aldrei heyrt um að fá lánaðan stiga.
Þau ár sem ég hef unnið á Landspítalanum hefur sú saga gengið fjöllum hærra að ef brunavarnarkerfið fer í gang ,,að óþörfu", t.d. vegna brenndrar brauðsneiðar, verðum við að hringja STRAX í 112 - annars verði spítalinn rukkaður um nokkur hundruð þúsund krónur. En kannski er þetta bara sögusögn, svona eins og þegar börn fá að heyra að Grýla komi og taki þau ef þau eru ekki stillt.
Kannski er þetta ekkert eins með slökkviliðsbílana og með sjúkrabílana. Kannski fær kona ekkert sendan reikning eftir á. Ég hef einu sinni þurft far með sjúkrabíl. Ég hringdi ekki sjálf enda hálf meðvitundarlaus og man ekkert eftir ferðinni. Nokkrum dögum síðar barst mér reikningur.
Ætli einkavæðing heilbrigðiskerfisins leiði til þess að kona verði að vera með gullkort á sér til að vera tekin upp í sjúkrabifreiðar? |
posted by ErlaHlyns @ 23:09 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|