15. okt. 2006 |
Dýravinurinn Erla |
Ég held að nú sé ég algjörlega búin að klúðra orðspori mínu meðal samstarfsfólks.
Um helgina fórum við í leikinn Hvaða dýr myrtir þú sem barn? Ég veit fyrir víst að þessi leikur er sívinsæll á vinnustöðum hér í borg. Eins og nafnið gefur til kynna gengur hann út á að allir segja samviskusamlega frá því hvaða dýr þeir drápu í æsku.
Afar vinsælt var að slíka ánamaðka í sundur og horfa á hlutana skríða hvorn í sína áttina. Tæknilega séð er það auðvitað ekki dráp, bara saklaus limlesting. Einhverjir dunduðu sér við að slíta fætur af köngulóm. Mér fannst það auðvitað hreinn viðbjóður. Það sem ég gerði var af öðrum toga. Ég drap mýs með heygaffli.
Nú halda sumsé allir í vinnunni að ég sé upprennandi raðmorðingi.
Það fylgdi reyndar ekki sögunni minni að þetta gerði ég í sveit þar sem allt var morandi í músum og af þeim mikil óþægindi. Sumir stigu á mýsnar og krömdu en mér fannst fallegra að nota heygaffal til verksins. Líkum dagsins safnaði ég saman og jarðaði með tilheyrandi viðhöfn. Í stærstu fjöldagröfinni voru 16 mýs. |
posted by ErlaHlyns @ 17:38 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|