Hugleiðingar konu v. 6.0
 
18. okt. 2006
Lest þú innihaldslýsinguna?
Ef kona fær sér af salatbarnum í Hagkaupum fylgir þessa dagana með nýji drykkirnn frá Vífilfelli, t2. Þetta er sumsé kolsýrt vatn og á umbúðum stendur 5x Alvöru ávöxtur. Samkvæmt innihaldslýsingu er drykkurinn 2% sítrónusafi. Auk hans eru í flöskunni tvær tegundir rotvarnarefna, bragðefni, ávaxtasykur, sítrónusýra og auðvitað kolsýrt vatn.
Ég mæli frekar með sítrónu og kranavatni. Fólk getur meira að segja sett það í flösku ef það svo kýs.

Annars er salatbar algjört rangnefni. Þarna má finna örfáar tegundir af grænmeti en því meira af skinku, pepperoní, kjötbollum, kjúklingi, túnfiski, kotasælu og eggjum.

Í Bónus er selt svokallað heilsusnarl sem kallast Eat Natural. Á umbúðum stendur stórum stöfum: A luxurious bar full of premium quality ingredients ... and nothing else. Með aðeins minna letri: Eat Natural bars contain no artificial colours, flavour or preservatives. They can be enjoyed by vegetarians and those on a gluten free diet. Þetta virðist nánast hollara en súrefni.

Með alla minnstu stöfunum er sjálf innihaldslýsingin. Hér fyrir framan mig hef ég umbúðir af heilsunammi með apríkósum og möndlum. Þar stendur meðal annars Sugar. Auðvitað er þetta premium quality sykur. Nema hvað.
posted by ErlaHlyns @ 13:05  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER