Hugleiðingar konu v. 6.0
 
23. okt. 2006
Í gróða
Það er alltaf sagt að óvænt djamm sé skemmtilegast og því er ég algjörlega sammála.

Mér var boðið í útskriftarveislu á laugardag en þar sem ég var að vinna til kl 23.30 hafði ég ákveðið að líta bara við, afhenda heimatilbúið kort og láta míg hverfa. Ógrynni ókeypis bjórs freistaði mín þó um of og því ákvað ég að halda út á galeiðuna í flíspeysu. Ég fór út með 258 kr inni á kortinu mínu en kom heim þrjúþúsund krónum ríkari.

Konan sem ég hef nú hitt tvisvar um ævina og lánaði mér 500 kr má gjarnan hafa samband þegar/ef hún les þetta. Ég nefnilega týndi blaðinu með bankanúmerinu hennar.
posted by ErlaHlyns @ 17:33  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER