Hugleiðingar konu v. 6.0
 
30. okt. 2006
Ekki svo fyndin
Ég var að ljúka bók sem Daily Mail heldur fram að sé ,,Geðveikt fyndin" (Já, þeir skrifa nú á íslensku þar!). Ég get ekki sagt að mér hafi fundist hún svona voðalega fyndin, þó ég hafi oft brosað út í annað. Mögulega er þetta því að kenna að ég asnaðist til að lesa bæði framan og aftan á hana áður en lestur hófst. Það veit aldrei á gott að hafa bæði lágmarksþekkingu á söguþræði og að hafa lesið góða dóma áður en kona byrjar að lesa.

Í Stuttu ágripi af sögu traktorsins á úkraínsku er fjallað um kapítalisma og kommúnisma, lenínista og trotskíista. Kannski finnst einhverjum það fyndið.

Aðalpersónan er dökkhærð kona sem er marxískur femínisti og félagsfræðingur, og ég komst að því að ég er orðin staðalmynd. Við virðumst eiga flest sameiginlegt, svona út á við, nema hvað að ég er langt frá því að vera flatbrjósta.
posted by ErlaHlyns @ 14:05  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER