Hugleiðingar konu v. 6.0
 
3. nóv. 2006
Af háskólakennurum
Erla Hlynsdóttir, betur þekkt sem óákveðni nemandinn, fékk sér nýjan leiðbeinanda í dag. Sá heitir Helgi Gunnlaugsson og leist honum afar vel á ritgerðarefnið þegar við funduðum í dag.

Stuttu eftir fundinn fékk ég fregnir af öðrum kennara sem vill væntanlega ekki láta nafns síns getið. Hann kennir, tja, kunningja kunningja míns, en fyrrnefndi kunninginn er nýlega hættur með ástkonu sinni og býr nú einn. Kennarinn fann að vonum til með drengnum og til að létta lund hans bauð hann honum að flytja til sín.

Í framhaldi af þessu var ég svona að spá, myndi ég geta sótt og fengið löggildar einkunnir í kúrsi sem eiginmaður minn kenndi? Svarið við þessu getur auðvitað haft gífurleg áhrif á þá ákvörðun mína að hætta við að hætta við að hætta við að fara í framhaldsnám, sem og hverja ég mun reyna við um helgina.
posted by ErlaHlyns @ 17:17  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER