7. nóv. 2006 |
,,xF - fyrir heimskingja" ? |
Frjálslyndir hafa víst gefið út heila Málefnahandbók. Ég hélt að þetta væri einfalt. Áður voru þeir á móti kvóta, nú á móti innflytjendum.
Úr Málefnahandbókinni:
- Sem ein ríkasta þjóð heims ber Íslendingum skylda til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn fátækt í þróunarlöndunum.
- Frjálslyndi flokkurinn vill að Ísland taki virkan þátt í aukinni hnattvæðingu með því að vinna með öðrum þjóðum að því að móta alþjóðlegar reglur, varðandi stofnanir og samvinnu. Við viljum berjast gegn einangrun Íslands í samfélagi þjóðanna. Alþjóðlegt samstarf skapar ný tækifæri og möguleika til uppbyggingar heima og heiman.
- Þjónusta við nýbúa verði aukin og þeim þannig auðvelduð þátttaka í samfélaginu.
- Leggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.
- Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólks sem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur að tilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og auki samkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.
- Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingum að taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.
Athugasemdir stuðningsfólks Magnúsar af vefsíðu hans:
- Brottfall innflytjenda úr framhaldsnámi er skuggalegt.
- Svo hefur maður heyrt að það séu engir iðnaðar menn eftir í þessumlöndum,t,d, Pólandi
- Tel þig hafa sýnst karlmennsku sem lítið ber á í pólitískri umræðum um langa hríð.
- Viljum við enda með öfgafulla múslíma sem hóta okkur lífláti ef við segjum eitthvað eða teiknum eitthvað? Nei takk.
- Ég áætla varlega að mín íbúð hefur lækkað í verði um það bil 4 til 5 miljónir nú síðustu fjögur árin. Að all miklu leyti vegna aðfluttra útlendinga.
- En málið er að fólkið sem er að koma til Íslands er lágstétta fólk sem fylgja glæpir. Eitt sinn var maður óhultur á götum Reykjavíkurborgar en ekki lengur.
- Byggingu á moskum á alls ekki að leyfa hér á landi.
- En til eru útlendingar sem eru latir afbrotamenn og skilja enga íslensku, við verðum fyrir alla muni að koma í veg fyrir að þeir flytji allir til Íslands.
- Ég fór til Noregs fyrr á árinu að hitta ættingja, og auðvitað var farið niðrí miðbæ á klúbbana. Það sem maður tók fyrst eftir var ekki gott. Svartar hórur á hverju horni um leið og sólin var sest. Gjörsamlega sorglegt ástand sem það er komið upp.
- Þetta hefur akkúrat ekkert með rasisma að gera, alveg þveröfugt
- Ef það er virkilega að vera heimskur að aðhyllast skoðanir Magnúsar, þá er ég stoltur af því að vera heimskur. |
posted by ErlaHlyns @ 10:08 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|