Hugleiðingar konu v. 6.0
 
11. nóv. 2006
Fylgisaukning yfir helgi
Ef ég man rétt hef ég aldrei séð ástæðu til þess að senda skeyti. En honum sendi ég eitt slíkt á afmælisdaginn, ég skrifaði fallegar línur inn í kort og færði honum daginn eftir. Meira að fékk hann köku, en allt kom fyrir ekki. Hann sagði við mig að besta afmælisgjöfin sem ég gæti gefið honum væri að taka þátt í prófkjörinu.

Áður en vöngum er velt skal minnast þess að ég er auðvitað fullkomlega fær um að raða sjálf á lista.

Til að velja þá sem verða með ,,okkur" í næstu ríkisstjórn þurfti ég að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu. Þar var tekið fram að flokkurinn og meðlimir hans hefðu ,,afnot" af þeim lista sem nafn mitt færi á. Ég spurði í þaula, og fleiri en einn, hvað væri átt með þessum afnotum og vildi nákvæma skýringu. Svörin sem ég fékk voru flest á þá leið að ,,þessu verður svo eytt strax eftir kosningar". Ég sagðist hafa gert mér grein fyrir því þar sem það stæði á yfirlýsingunni.

Á endanum misstu þau þolinmæðina og sögðu að ég gæti sent póst á skrifstofuna eftir helgi og látið afmá mig úr sögu Samfylkingarinnar.
posted by ErlaHlyns @ 15:11  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER