Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. nóv. 2006
Herra Janúar
Í útvarpinu í dag heyrði ég lögreglumann kynna nýjustu útgáfu Norrænna sakamála, en þeir félagar gefa sögurnar út til að fjármagna íþróttadeild lögreglunnar. Fjáröflun sem þessi er vel þekkt frá nágrannalöndum okkar og hefur víst gefist afar vel.

Lögreglumaðurinn greindi einnig frá eðli sakamálasagna og til að skýra vinsældir þeirra sagði hann að slíkum sögum hefði oft verði líkt við kynlíf þar sem í þeim væri einskonar forleikur, spennuþrunginn aðdragandi, og magnaður hápunktur, eða fullnæging, í lokin.

Einhvern veginn held ég að þeir sem sjá líkindin ljóslifandi fyrir sér þyrftu að endurskoða kynlíf sitt. En auðvitað getur verið að ég hefi bara ekki verið að lesa réttu bækurnar.

Hvað skriftirnar varðar þá geri ég ráð fyrir að í þær fari þónokkur tími og orka. Eins og hefur komið fram, hér sem annars staðar, hafa slökkviliðsmenn fundið aðra og fljótlegri leið til að fjármagna sínar íþróttaferðir. Því velti fyrir mér af hverju lögreglumenn feta ekki í fótspor þeirra og láta mynda sig fyrir dagatöl, bera að ofan í eggjandi stellingum. Geir Jón gæti tekið af skarið sem Herra Janúar.
posted by ErlaHlyns @ 17:44  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER