Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. nóv. 2006
Stefnumótun
Lögreglan á Suðurlandi er nú með stefnuljósa-átak og sektar réttilega um 5000 krónur þá sem ekki nota stefnuljós. Þetta finnst mér afar góðar fréttir.

Þó er ekki nóg að nota stefnuljósin. Þau þarf að nota rétt.

Ég er alveg sannfærð um að það er einhver afkastamikill ökukennari þarna úti sem lýgur því að nemendum sínum að besta leiðin til að fara út úr innri hring hringtorgs sé að gefa stefnuljós, hálfvitast í miðju hringtorgi yfir á ytri hring og fara þaðan út. Þetta er auðvitað ekki bara heimskulegt heldur beinlínis stórhættulegt.

Ef nemendur téðs ökukennara eru að lesa þá geta þeir hér fræðst um akstur um hringtorg. Ég hvet fólk sérstaklega til að leggja á minnið setninguna: Aldrei má skipta um akrein í hringtorgi.
posted by ErlaHlyns @ 10:43  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER