29. nóv. 2006 |
Geðveikt |
Eftir að hafa lesið Fréttablaðið í gær veit hinn almenni borgari að:
Þrjátíuogsex ára kvenkyns hjúkrunarfræðingur á bráðageðdeildinni við Hringbraut var færður til í starfi gegn vilja sínum. Þann 17. október gerði deildarstjóri honum skylt að flytja sig yfir á Klepp þar sem karlkyns hjúkrunarfræðingur af bráðadeildinni kvartaði undan konunni vegna ,,atburðar" sem átti sér stað heima hjá öðru þeirra aðfararnótt laugardagsins 3. september. Deildarstjóri áleit farsælast að þessir tveir hjúkrunarfræðingar myndu ekki vinna frekar saman. Konan hefur nú stefnt spítalanum.
Í dag hef ég rætt við tvo deildarstjóra á Kleppi, auk fjölda starfsfólks, en enginn kannast við þetta mál.
Mér þykja það fréttir þegar fólk þarf að lesa fréttir til að vita hvað er að gerast á vinnustaðnum sínum.
Fréttaflutningurinn þykir mér þó hinn undarlegasti og skilur hann eftir fleiri spurningar en svör.
Hvaða máli skiptir aldur konunnar? Hver er aldur mannsins? Af hverju skiptir máli að þarna var um að ræða konu og karl? Hvers vegna er deildin nefnd sérstaklega? Hví er fréttnæmt að hið dularfulla atvik, sem enginn veit deili á, átti sér stað um nótt? Af hverju er tekið fram að þetta var aðfararnótt laugardags?
Hver er hin raunverulega frétt?
Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum hefur stefnt spítalanum eftir að hann var færður til í starfi gegn vilja sínum.
Er tímabært að tiltaka öll hin atriðin sem eins og staðan er nú virðast aðeins samansafn handahófskenndra smáatriða? |
posted by ErlaHlyns @ 17:21 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|