Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. des. 2006
Hjónaklúbbar
Steingrímur Sævarr gerir rit um félagastarfsemi á Íslandi að umtalsefni sínu. Honum virðist finnast einna merkilegast að starfandi séu 250 kvenfélög (raunar eru þau 249 samkvæmt skýrslunni). En er ekki málið að flestir klúbbar hér áður fyrr voru bara fyrir karlmenn og þær konur sem vildu taka þátt í slíkri starfsemi urðu að stofna sín eigin félög? Það var t.d. ekki fyrr en 1987 að konur fengu inngöngu í Rotary-klúbba og enn er Frímúrarareglan lokuð konum.

Þess má annars geta að höfundur skýrslunnar býr sjálfur til þessa flokka út frá upplýsingum úr félagaskrá Hagstofunnar og sést að 2714 félög eru óflokkuð.

En þrátt fyrir öll þessi óflokksbundnu félög sér höfundur ástæðu til að flokka saman 2 hjónaklúbba. Hvað er þar gert á félagsfundum?
posted by ErlaHlyns @ 21:29  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER