1. des. 2006 |
Ekki metið er til fjár |
Ég þekki mann sem hatar fátt meira en þemapartý og leynivinaleiki. Ég bókstaflega elska hvoru tveggja. Því er ég nú afar glöð þar sem hinn árlegi leynivinaleykur hefst 1. desember á mínum vinnustað.
Leikurinn virkar þannig að nöfn starfsmanna eru sett í pott og allir draga eitt nafn. Fyrri hluta desembermánaðar á fólk síðan að gleða þennan vin sinn leynilega, t.d. með fallegum orðsendingum eða litlum gjöfum. Á jólahlaðborði vinnunnar ljóstar fólk svo upp hverja það hefur verið að kæta.
Þetta árið ætla ég að gera mitt besta til að vera indæl við minn leynivinin. Ég held að sú sem mér var falið að gleðja í fyrra sé enn sár eftir að ég gaf henni 2 boðsmiða í bíó og lét fylgja með bréfsnifsi sem á stóð að því miður væri hætt að sýna myndina sem miðarnir giltu á ,,... en er það ekki hugurinn sem gildir?". |
posted by ErlaHlyns @ 00:22 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|