4. des. 2006 |
Þjónusta í lægsta gæðaflokki |
Á föstudaginn asnaðist ég inn á Café Victor. Ekki hafði ég setið lengi við þegar maður á næsta borði hallar sér frá eigin borði og ælir yfir gólfið. Ælan slettist bæði á jakkann minn, sem ég hafði hengt á stólinn, og á kjól stúlku á enn öðru borði. Okkur fannst þetta auðvitað hreinn viðbjóður og vinur minn sótti í flýti starfsmann til að þrífa hálfmeltar matarleifarnar upp af gólfinu. Sá kom með moppu og dró með henni æluna þvert yfir gólfið. Við bjuggumst við honum aftur enda enn ælukögglar við borðin okkar sem og ælurák fram að bar. Þegar starfsmaðurinn tók aftur til við fyrri iðju sína sem dyravörður og sýndi ekkert fararsnið á sér úr dyrunum báðum við hann að koma aftur. Hann gekk að borðinu okkar og hreytti út úr sér: Hvað? Viltu að ég sleiki þetta upp fyrir þig?.
Í dag fór ég svo inn á vefsíðuna þeirra þar sem stendur: Markmið okkar er að gera öllum viðskiptavinum okkar til hæfis frá morgni til kvölds og fram á rauða nótt.
Það er líklega þörf á að fræða starfsfólkið um þessi markmið. |
posted by ErlaHlyns @ 20:37 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|