12. maí 2007 |
Turn off |
Ég stóð í eldheitum rökræðum við rúmlega þrítugan mann sem vildi meina að það væri ekki bara eðlilegt, heldur hreinlega nauðsynlegt, að karlmenn fengju hærri laun en konur.
Ástæða? Jú, karlmenn þurfa að bjóða konum út að borða.
Hann var ekki að grínast.
Ég benti honum á að ég hefði nokkrum sinnum boðið karlmönnum út að borða, og svo heppilega vildi til að þarna var staddur maður sem ég hafði eitt sinn boðið á fótboltaleik og gat því staðfest fjárhagslegt örlæti mitt þegar kemur að hinu kyninu.
Sá þrítugi var þó ekkert á því að skipta um skoðun, og fór að tala um allar vændiskonurnar sem selja sig af einskærum áhuga.
Ekki missti ég þó málið fyrr en hann sagði mér hversu skemmtileg ég væri og málefnaleg.
Ég sem er alltaf að heyra að karlmönnum þyki fátt meira fráhrindandi en femínískar konur.
Kannski eru skoðanir þessa karlmanns frávik frá fleiri reglum en einni. |
posted by ErlaHlyns @ 18:20 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|