Hugleiðingar konu v. 6.0
 
8. maí 2007
Bjúrókra-tík 2
Af því að fólk er svo latt við að lesa langar færslur kemur hér framhaldið af þeirri síðustu.

Þetta minnti mig einum of mikið á það þegar ég nýverið fór með frumeintök af prófskírteini mínu á launadeild Landspítalans og lét taka þar afrit sem myndi sýna launafulltrúa mínum að ég skyldi að hækka í launum. Fyrirfram vissi ég að launin myndu ekki hækka mikið, en þegar ég sá, næstu mánaðarmót þar á eftir, að þau höfðu ekki hækkað um eina einustu krónu, stóð mér ekki á sama.

Og ég hringdi á launadeildina.

Þar var mér tilkynnt að þó að þau hefðu undir höndum staðfest afrit af prófskírteini mínu þyrfti yfirmaður minn að samþykkja þá launahækkun sem í prófinu felst.

Þessu nánast hreytti starfsmaðurinn í mig, eins og hann áliti mig vanvita að gera mér ekki grein fyrir þessari augljósu staðreynd.

Sumsé, yfirmaðurinn þurfti að senda launadeild skriflegt samþykki sitt fyrir því að ég fengi þá launahækkun sem ég átti rétt á, þar sem samkvæmt kjarasamningum var ég ekki lengur Ráðgjafi heldur Ráðgjafi með BA-gráðu.

Hvað ef yfirmaðurinn hefði sagt: Erla mín. Mér þykir þú ágætur starfsmaður en því miður get ég ekki séð að þú hafir unnið þér inn þá launahækkun sem háskólanám þitt segir til um. Þú heldur því áfram að fá laun eins og þú værir aðeins með stúdentspróf ?

En auðvitað gerði hann ekkert slíkt, heldur furðaði sig á þessu veseni.
posted by ErlaHlyns @ 21:41  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER