Hugleiðingar konu v. 6.0
 
3. maí 2007
Vandlifað
Frá því ég man eftir mér hef ég haft gaman af því að búa til ný orð og snúa út úr þekktum orðatiltækjum. Mér finnst ég auðvitað afar fyndin og sniðug en ég hef tekið eftir ekki eru allir á sama máli.

Til dæmis man ég eftir því þegar ég skilaði inn ritgerð um íslenska ljóðabók í menntaskóla, ákvað að vera ljóðræn og búa til orð sem ég síðar varð titill ritgerðarinnar. Þegar ég fékk hana aftur frá kennara hafði hann skrifaði stórum stöfum á forsíðuna: Er þetta orð??

Faðir minn, moggabloggari og íslenskumaður, á það einnig til að vera misskilinn. Við deilum nefnilega þessum mikla áhuga á útúrsnúningum og reglubrotum hverskonar.

Um daginn fékk hann athugasemd sem hófst á orðunum: En íslenskukennari góður... og þar á eftir fór leiðréttingin. Undir þetta skrifaði Gamall nemandi.

Líklega er ástæða til að fara að kenna í skólum hinn eina og rétta húmor, þennan kolsvarta.

Varla er það meira út í hött en að kenna ein trúarbrögð. Eða hefta frumkvæði nemenda frekar en að láta þá krossa við eitt rétt svar af fjórum þegar kemur að túlkunum ljóða.
posted by ErlaHlyns @ 02:52  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER