22. apr. 2007 |
Leiðindafiskur |
Nú er ég búin að vera með fjörfisk í auganu í þrjá sólarhringa.
Er það lítið fjör.
Aldrei hef ég haft fjörfisk þetta lengi og fór að hafa áhyggjur. Því fletti ég þessu ástandi upp á Vísindavefnum þar sem segir að óþarfi sé að hafa samband við lækni nema fjörfiskurinn sé orðinn viku gamall.
Einnig kemur fram að yfirleitt stafi hann af þreytu, streitu og andlegu álagi.
Ekki vildi ég kannast við neitt af ofangreindu, og sagði mamma þá: Nei, einmitt.
Mögulega þjáist ég því af þreytu, streitu, álagi, og er í afneitun ofan á allt saman! |
posted by ErlaHlyns @ 20:12 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|