19. apr. 2007 |
Mannauður |
Þegar ég kom heim áðan biðu mín þessi skilaboð á msn:
Maðurinn minn hló næstum af sér afturendann þegar hann sá undirskriftina þína til mótvægis við mína.. Þið hafið greinilega sama skítahúmorinn
Undirskrift hennar á msn: Nýgift, velgift og voðalega happy!
Undirskrift mín: Fráskilin, misskilin, torskilin
Þú ert samt ekki að missa af neinu. Ég var ekki þátttakandi í einhverju skyndibrúðkaupi sem í jafn miklum skyndi sá fyrir endann á. Þessi orð þóttu mér hins vegar viðeigandi í tilefni nýlegra vangaveltna minna hér á síðunni um hvort ég væri skilin, líkt og breska kvennagullið.
En mín biðu fleiri skilaboð:
Þú notar ekkert þetta mæspeis þitt. Ertu ekki hrædd um að einangrast félagslega? |
posted by ErlaHlyns @ 01:11 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|