14. apr. 2007 |
Torskilin |
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins var tilkynnt að Vilhjálmur bretaprins væri skilinn.
Ég hef greinilega misst af heilu brúðkaupi, hugsaði ég með mér.
Ekki er svo að skilja að ég sé sérstök áhugakona um ástarlíf kóngafólks. Langt því frá. Hið rétta er að ég hef ekki nokkurn áhuga á slíku. En svona atburðir fara framhjá fæstum sem á annað borð vita hvað er að gerast í heiminum. Brúðkaup prinsa þykja víst stórfréttir.
Í ljos kom þó að Vilhjámur var alls ekki búinn að gifta sig, heldur var hann aðeins að hætta með kærustunni.
Nú hef ég líka hætt með þeim nokkrum. Er ég þá fráskilin? Kannski margskilin? |
posted by ErlaHlyns @ 19:50 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|