10. apr. 2007 |
Jólakveðjur |
Í athugasemd við síðustu færslu biður Beta baun um leyfi til að setja tengil á mig. Áður en ég sá mér fært að íhuga þessa beiðni hennar varð ég auðvitað að lesa síðuna hennar spjaldanna á milli.
Þar rakst ég á vangaveltur hennar um hvað væri hægt að gera við allt of mikið af ónotuðum gluggaumslögum. Einn lesandi hennar, Parísardaman, kom með þá frábæru hugmynd að nota þau til að hýsa jólakort, sem yrðu þá jólaglaðningur, dulbúinn sem rukkun.
Það eru nefnilega margar leiðir til að gera jólakortin áhugaverðari.
Fyrir ein jólin greip kunningi minn til þess ráðs að láta mynda sig, íklæddan slitnum rykfrakka, með ágætis hýjung og flösku af Tuborg í hönd þar sem hann hallaði sér upp að ljósastaur. Með þessari sendingu til fjarstaddra fjölskyldumeðlima fylgdi textinn: Af mér er allt gott að frétta.
Hver veit nema jólakortin mín fyrir komandi jól verði í gluggaumslagi, og þar inni í mynd af mér í netasokkabuxum með flösku af Captain Morgan, sitjandi á tröppunum fyrir utan spjallstaðinn Strawberry´s. Textinn yrði auðvitað: Loksins útskrifuð úr háskólanum!
Og auðvitað fær Beta umbeðið leyfi. |
posted by ErlaHlyns @ 22:01 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|