3. apr. 2007 |
Kaup og sala vændis |
Næsta Hitt Femínistafélagsins, það síðasta í vetur, verður haldið þriðjudaginn 3. apríl kl. 20 - 22, Bertelstofu, Thorvaldsen.
Nýlega voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga var að sala á vændi til aðalfræmfærslu er ekki lengur refsiverð. Kvennahreyfingin hefur lengi barist fyrir því að við förum hinum svokölluðu sænsku leið hér á Íslandi, þ.e. að kaup á vændi verði gerð refsiverð. Könnun Capacent Gallup í lok marsmánaðar leiddi í ljós að yfir 80% kvenna og tæp 60% karla vilja gera kaup á vændi refsiverð, eða um 70% allra Íslendinga.
Í ljósi nýtilkominna breytinga - þar sem hvorki kaup né sala er refsiverð - viljum við tileinka síðasta Hitti vetrarins umræðu um hvaða leiðir eru færar til að sporna gegn vændi. Við fáum til okkar hana Evu, en hún var áður heimilislaus og getur frætt okkur um líf heimilislausra kvenna og hvað þarf að gera til að aðstoða þær. Rúna á Stígamótum segir okkur frá úrræðum út frá reynslu þeirra á Stígamótum. Þriðja gestinn eigum við enn eftir að fá staðfestingu á mætingu frá á en treystum bara á að hún mæti á svæðið...
Sjáumst vonandi öll á Hittinu. Hittið er okkar vettvangur til að ræða málefni líðandi stundar, aðgangur er ókeypis og opið er fyrir umræður!
Þetta er síðasta Hitt vetrarins og þar með starfsársins.
Hittumst á Hittinu! Ráðið |
posted by ErlaHlyns @ 00:03 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|