Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. mar. 2007
Typpasögur
Mig bráðvantar bráðvantar grímubúning fyrir föstudaginn!

Fyrr í kvöld þóttist samstarfskona mín komin með lausnina og bauðst til að lána mér typpabúning. Ég játaði að það heillaði mig ekki mjög en ég myndi auðvitað skoða allt.

Kærastinn hennar dimmiteraði víst sem typpi, og á búninginn enn. Það fylgdi þó sögunni að gervið væri vel einangrað, þetta væri nánast einskonar snjógalli sem liti út eins og getnaðarlimur. Og þó ég sé tilbúin að skoða þann möguleika að vera typpi kemur ekki til greina að vera sveitt typpi. Það eru takmörk fyrir því hverju lágt ég leggst.
posted by ErlaHlyns @ 00:22  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER