12. mar. 2007 |
Got beer? |
Heimili mitt líkist nú ískyggilega mikið heimilum alkóhólistanna í bíómyndunum þar sem vodkaflöskur leynast í kúplum ljósakróna og tromlum þvottavéla.
Ástæðan er þó sakleysisleg. Ég gerðist nefnilega einum of kaupglöð nýlega þegar ég sá eldhúsrúllur á tilboði.
Eldhúsrúllurnar eiga sumsé sinn stað, svona eins og mjólkin, og þær deila skáp með bjórdósum. Eftir að þessi litli skápur fylltist af eldhúsrúllum þurfti ég að koma bjórnum fyrir á nýjum stað, svona tímabundið. Nú virðist litlu skipta hvort ég er að leita að tómatsósu eða steikarpönnu. Alltaf finn ég bjór.
Stundum kemur þetta mér skemmtilega á óvart, þegar ég finn bjór en taldi mig engan eiga. En mögulega yrði þetta vandræðalegt ef ég væri mikið að opna eldhússkápana fyrir framan óvænta gesti. |
posted by ErlaHlyns @ 20:59 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|