5. mar. 2007 |
Femínísk vika |
Næsta Hitt Femínistafélagsins verður haldið þriðjudaginn 6. marz kl 20 í Bertelstofu á Thorvaldsen. Hittið verður tileinkað Megrunarlausa deginum sem verður haldinn hér á landi í annað sinn í byrjun maímánaðar.
En það er meira. Á miðvikudagskvöldið verður Karlahópur Femínistafélagsins nefnilega með Klámkvöld á Barnum.
Þú veist vonandi hvaða dagur er þar á eftir. Nei? Auðvitað alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. marz. Þá verður veglegur fundur haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins undir yfirskriftinni Virkjum kraft kvenna.
Framundan er femínísk vika. |
posted by ErlaHlyns @ 21:27 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|