Hugleiðingar konu v. 6.0
 
21. feb. 2007
Ljótar lesbíur?
Nú loga allir spjallþræðir vegna umræðu um klámráðstefnuna. Vinsælasta bullið er auðvitað gamla tuggan um að femínistar stundi ekki kynlíf og afberi ekki að sjá nekt, já, að femínistar geti greinilega ekki farið í sund því þar sjáist nákvæmlega það sama og á vefsíðunum, þar sem stelpum með snuð er riðið í rassgatið.

Fólk skiptir sér í tvær fylkingar, með og á móti. Einn úr fyrrnefnda liðinu lét eftirfarandi orð falla:

Ég skoðaði líka dagskánna hjá þeim og hún er mjög stíf, get bara ekki séð neitt athugavert við þetta hjá þeim og skil ekki þetta fólk sem er að halda öðru fram. Stígamót mættu nú alveg slaka bara á ... hvað ef einhver sagði um þær að þær væri hópur af ljótum konum sem væru líklega lesbíur (ekki eins og það sé athugavert)??? og sá hin sami hefði bara ekkert fyrir sér í því ?? þá væri nú eitthvað sagt ?? Það stendur ekkert um það á heimasíðu Stígamóta hvort svo sé.


Þetta styrkir vissulega málstaðinn. Ekki spurning!

Síðan má auðvitað ekki gleyma umræðu um að greinilega sé nauðsynlegt að nauðga þessum femínistum því það sem þær vanti greinilega mest af öllu sé almennilegur dráttur.

Áhugasamir geta nálgast þessar síður sjálfir því ég beini fólki ekki inn á svona umræður.
posted by ErlaHlyns @ 19:06  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER