Hugleiðingar konu v. 6.0
 
15. feb. 2007
Framkvæmdaleyfi hvað?
Vissulega heyrði ég í fréttum af nýlegum náttúruskemmdum í Heiðmörk. Síðar las ég af atriðum sem þar hefðu mátt koma fram.

Áður en framkvæmdirnar voru stöðvaðar höfðu fjölmörg tré verið felld, tré sem gróðursett voru árið 1974 í tilefni af ellefu hundruð ára afmælis byggðar á landi voru.

Og áður en komið var í veg fyrir frekari eyðileggingu hafði verið grafið upp skógræktarsvæði sem UNIFEM átti frumkvæði að síðastliðið sumar til styrktar börnum í Afríku.

Sjálfri finnst mér náttúran alveg jafn merkileg þó hún sé hvorki merkt merkisviðburðum né mannúðarstarfi. Þó hélt ég að þeim þarna hærra settu létu slíkt sig einhverju varða.
posted by ErlaHlyns @ 05:37  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER