6. feb. 2007 |
Þú færð KRAFT úr kókómjólk |
Nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambands Íslands, Jóhanna Eiríksdóttir, segir að ástæða þess að félagið er ekki hluti af Íþróttasambandi Íslands sé að hið síðarnefnda hafi ekki kært sig um að hafa KRAFT innanborðs. Þessu má auðveldlega snúa við og segja að KRAFT hafi ekki kært sig um að vera í ÍSÍ, en gert er ráð fyrir að lyfjaprófa megi alla aðildarfélaga þess.
Fram til 1985 var KRAFT þó eitt þeirra fjölmörgu félaga sem mynda ÍSÍ. Það ár kaus KRAFT að hætta samstarfinu og hefur síðan búið til sínar eigin reglur. Þess má geta að þetta var á þeim tíma sem Jón Páll stóð á hátindi ferils síns.
En innan KRAFT hafa æ síðan verið tvær fylkingar. Önnur þeirra vill aðild að ÍSÍ - hin ekki.
Ég var að fletta upp efni þessu tengdu og fann síðu sem ber undirtitilinn Vöðvafíkn. Síðustjóri segir titillinn lýsa vel áhuga hans á fitness, vaxtarrækt og kraftlyftingum. Þetta þykir mér heldur hjákátlegt þar sem íslenska þýðingin á sjúkdómsheitinu bigorexia er einmitt vöðvafíkn. Þetta er því svipað og að fyrirsæta segi lystarstol lýsandi fyrir áhuga hennar á módelstörfum. |
posted by ErlaHlyns @ 00:19 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|